Sumardagurinn fyrsti „í kaldari kantinum“

Ungar stúlkur verma sér um fingurna á Klambratúni á sumardaginn …
Ungar stúlkur verma sér um fingurna á Klambratúni á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hann var náttúrlega vindasamur og svo voru élin dimm þar sem þau voru, og svona í kaldari kantinum,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á sumardaginn fyrsta.

Best var veðrið á Austfjörðum í dag að sögn Teits, en þótt oft sé ekki hlýtt í veðri hér á landi þennan fyrsta dag sumars, var þessi þó í kaldara lagi. „Það er búin að vera svona frekar óróleg tíð miðað við árstímann,“ segir Teitur. „Það er nú bara rólegt veður á morgun og hinn, fyrir utan að það eimir aðeins eftir af norðanáttinni austanlands fram eftir morgundeginum, en annars er bara rólegt.“

Á sunnudaginn kólnar í veðri, með kaldri norðanátt og él fyrir norðan og austan og frost en svo má búast við nokkuð hagstæðu veðri fyrri hluta næstu viku, tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri og hitastig mjakast upp á við. „Það er ágætlega vorlegt veður þarna, rólegt og vorlegt bara framan af næstu viku,“ segir Teitur. 

Sumardeginum fyrsta hefur verið fagnað víða um land í dag, þrátt fyrir kalt veður, en meðfylgjandi myndir voru teknar við hátíðarhöld á Klambratúni og á Melgerðismelum í Eyjafirði í dag.

Þar var haldið árlegt kaffihlaðborð hestamannafélagsins Funa en að sögn Önnu Kristínar Árnadóttur, formanns Funa, var margt um manninn og mikil stemmning á svæðinu. Meðal annars var boðið upp á búvéla-, handverks- og húsdýrasýningu og teymt var undir yngstu börnunum.

Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á Klambratúni fór einnig fram fjölbreytt skemmtidagskrá. Bubblubolti, „folf“ og „stinger“, frisbígolf og körfubolti var meðal þess sem þar var á boðstólum. Dr. Bæk mætti á svæðið og bauð upp á fría skoðun á reiðhjólum og hjálpaði fólki að standsetja þau fyrir sumarið og grillaðar voru pylsur svo fátt eitt sé nefnt.

Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni.
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni.
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni.
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni.
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni.
Sumardagurinn fyrsti á Klambratúni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert