„Tungumál er til alls fyrst“

Vigdís Finnbogadóttir hélt síðustu ræðuna við opnun Veraldar í dag.
Vigdís Finnbogadóttir hélt síðustu ræðuna við opnun Veraldar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tungumál er til alls fyrst,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir við opnun Veraldar, húss Vigdísar og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar í dag. Hún hélt síðustu ræðuna á hátíðlegri dagskrá og var henni þakklæti ofarlega í huga. Fjölmargir stigu á stokk og ýmist héldu ræðu, fluttu ljóð eða sungu. Tungumál úr öllum heimshornum voru í hávegum höfð í líflegri setningarathöfn. 

Vígdís ræddi um mikilvægi tungumálsins sem sameiningartákns því það byggi brýr og auki víðsýni. Hún benti á að það væri dýrmætt fyrir allan heiminn að passa upp á að ekkert tungumál dæi út og líkti tungumálum við minnisbanka heimsins sem allir þyrftu að eiga aðgang að. 

Áður en hún bauð fólki að ganga úr Háskólabíói og yfir í Veröld kallaði hún upp á svið Auði Hauksdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, og þakkaði henni sérstaklega fyrir dugnað og eljusemi við að láta Veröld verða að veruleika.  

Kór við húsið Veröld.
Kór við húsið Veröld. mbl.is/Kristinn Magnússon


 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi á svipuðum nótum og Vígdís um mikilvægi tungumálanna sem lykil að öðrum menningarheimum. Hann benti á að sjálfsmynd þjóðar byggðist meðal annars á þeirri fullvissu að eiga einhvers staðar heima. Hann sagði að ratvísi Íslendings um heiminn og aftur heim væri byggð á þrenningunni; land, þjóð og tunga þrenning sönn og ein og vitnaði í hið víðfræga ljóð Snorra Hjartarsonar. 

„Við Íslendingar eigum sama orðið yfir heima og heiminn,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur og forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Hún greindi frá þeim listaverkum sem prýða Veröld sem eru jafnt eftir innlenda sem erlenda listamenn. Hún hvatti gesti til að skoða verkin í Veröld og undirheimana sem þar opnast og benti á kosti myndmálsins sem getur ferðast milli landa án túlka. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt ræðu.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt ræðu. mbl.is/Kristinn Magnússon


 
   

Mikilvæg samvinna Norðurlanda

Rigor Dam, mennta- og menningarmálaráðherra Færeyja, hélt einnig ræðu á bæði dönsku og færeysku. Hún ræddi um mikilvægi samvinnu landanna í gegnum tíðina og impraði á því að Norðurlandabúar ættu að nota norræna tungumálið í ríkari mæli í samskiptum sín á milli. Hún kvaðst vera stolt af Íslendingum sem hafa staðið vel við bakið á Færeyjum í gegnum tíðina.

Irina Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, nýtti tæknina og ávarpaði fundargesti í gegnum netið. Hún sagði Íslendinga hafa staðið sig vel í gegnum tíðina við að leysa vandamál. Í því samhengi benti hún á mikilvægi þess að tungumálið héldi velli í sístækkandi heimi þar sem landamærin væru ekki eins sjáanleg með tilkomu nýjustu tækni. Hún ítrekaði að heimurinn þyrfti að gefa gaum að þeim fjölmörgu tungumálum heimsins sem væru öll jafnmikilvæg en þau eru alls um 6.700.

Í þessu myndskeiði mbl.is má sjá fróðlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur í heimsókn í Veröld.  

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru

05:30 Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.  Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Wow Cyclothon

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
2ja herb. íbúið í lyftuhúsi
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er svefnherbe...
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
Til Sölu: NISSAN TERRANO II jeppi 1995 kr. 190.000. Skoðun til mars/apríl 2018
Góð dísilvél keyrð 270þ Kassi/vagn keyrður 328þ. Breytttur, er á nýlegum 32 tom...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...