Vífilsstaðajörð seld Garðabæ

Fjármálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu kaupsamninginn.
Fjármálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu kaupsamninginn. Ljósmynd/Garðapósturinn

Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum var undirritaður í gær. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skrifuðu undir samninginn.

Um er að ræða alls 202,4 hektara land í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Húseignir ríkisins á Vífilsstöðum eru undanskildar en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar.

Kaupverðið er 558,6 milljónir kr. og þar af verða greiddar 99,3 milljónir við undirritun samningsins. Eftirstöðvar koma til greiðslu við uppbyggingu svæðisins en eigi síðar en innan átta ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert