Boðar breytingar á einkarekstri

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi gagnvart einkarekstri og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári.  

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, tilgreindi ekki nánar hvenær farið yrði í slíkar breytingar. Þær yrðu þó ekki gerðar í flýti. 

Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis greinir á um túlkun á heilbrigðislögum hvað varðar starfsemi Klíníkunnar. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Klíníkin þurfi leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, er ekki sammála þessu og segir starfsemi Klíníkurinnar falla undir samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna og ekki þurfa sérstakt leyfi.

Í frétt Stöðvar 2er vísaði til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40% síðust ár, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun og þetta verði að samræma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert