Getum speglað okkur í aðstæðunum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmargir mættu á gamanmyndina Velkomin til Noregs í boði Rauða krossins og Bíó Paradísar í kvöld. Fólk úr röðum sjálfboðaliða, starfsfólks og skjólstæðinga lét sig ekki vanta enda gott að geta hlegið saman. 

Myndin fjallar um mann sem breytir hóteli sem hann rekur í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni sína í garð útlendinga. Hún tekst á við erfitt mál á spaugilegan hátt. 

„Það er gott að geta talað um myndina og vísað í aðstæður sem þar birtast því við getum öll speglað okkur í þessu verkefni. Fólk er að takast á við þetta alls staðar í heimininum og við megum ekki gleyma því,“ segir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrú Rauða krossins.

Hún var ánægð með myndina en viðurkennir að ólíkar tilifinningar hafi bærst með henni við áhorfið. Hún bendir á að það væri hollt fyrir marga að sjá hana, sérstaklega þá sem eru tortryggnir í garð flóttafólks. „Það var gaman að sjá hvað er líkt og hvað ólkt með fólki,“ segir hún og bætir við: „Við erum öll samt svo lík.“ 

Myndin var sýnd með enskum texta í þetta eina skipti svo að fólk frá mismunandi heimshornum gæti notið hennar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert