Byggfræ staðfesta aldur skálans

Vinnavið fornleifauppgröftinn við Lækjargötu stendur yfir.
Vinnavið fornleifauppgröftinn við Lækjargötu stendur yfir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Niðurstöður úr aldursgreiningu á byggkornum sem fundust við fornleifauppgröft í Lækjargötu hafa staðfest að fornminjarnar eru frá fyrstu árum byggðar á Íslandi.

Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Rúv

Uppgröfturinn hófst árið 2015. Þar átti að grafa upp hús frá 19. öld. Komu fornleifafræðingar þá niður á skála sem var eldri en þeir bjuggust við.

Í torfveggjum sem voru grafnir upp mátti sjá landsnámsgjósku sem féll í kringum 871.

Að sögn Lísbetar Guðmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Fornleifastofnun Íslands, komu niðurstöðurnar úr aldursgreiningunni fyrr í þessum mánuði. Þar kemur í ljós að skálinn var reistur einhvern tímann á árunum 865 til 1015.

Ekki er vitað hverjir bjuggu í skálanum en minjarnar hafa breytt hugmyndum manna um fyrstu byggð í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert