Fé vantar til hraðari endurnýjunar bíla

Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi ...
Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi fá níu nýja lögreglubíla á þessu ári. mbl.is/Júlíus

Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á örútboð vegna kaupa á sérútbúnum og sértilbúnum lögreglubílum. Ætlunin er að kaupa níu sérútbúna lögreglubíla á þessu ári fyrir lögregluembættin á landsbyggðinni. Stefna ríkislögreglustjóra er að kaupa sem mest sértilbúna bíla, að sögn Agnars Hannessonar, rekstrar- og þjónustustjóra hjá ríkislögreglustjóra.

Hjá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra eru nú um 140 ökutæki. Bílamiðstöðin sér um rekstur ökutækja lögreglunnar og búnaðarins sem í þeim er. Í raun er um að ræða samrekstur með lögreglustjóraembættunum, að sögn Agnars. Ríkislögreglustjóri innheimtir tvíþætt gjald vegna ökutækjanna. Fastagjald af hverju ökutæki sem stendur undir endurnýjun og kílómetragjald sem stendur undir rekstri, þ.e. eldsneyti, viðhaldi, hjólbörðum, tjónum o.fl.

„Ljóst er að við þyrftum mun meira fjármagn til að geta haldið úti hraðari endurnýjun,“ sagði Agnar í skriflegu svari. „Til fróðleiks má geta að margt getur skekkt reksturinn. Ábyrgðartrygging ökutækja okkar hefur t.d. hækkað úr 21 milljón króna í tæplega 50 milljónir á þessu ári vegna tjóna á ökutækjunum. Í fjármálahruninu var það meðvituð ákvörðun okkar að reyna að viðhalda meðalaldri ökutækjanna enda nýkaup í minna mæli þá. Nú er stefnan að endurnýja eins hratt og mögulegt er og höfum við um 190 m.kr. á ári í það.“ Þess ber að geta að hluti af þeirri upphæð fer í að endurnýja gamlan búnað í ökutækjunum. Þar má nefna endurnýjun á fjarskiptabúnaði, radar- og upptökubúnaði, vopnakistum ásamt forgangsbúnaði.

Öll ný ökutæki lögreglunnar eru tölvuvædd. Þannig geta lögreglumenn unnið í öllum kerfum lögreglunnar úti á vettvangi. Lögreglustjórar óska eftir þessum búnaði. Hver búnaðarpakki kostar 4-5 milljónir króna.

Ríkislögreglustjóri keypti 13 ný ökutæki 2016. Þá fengu lögreglustjóraembættin á Suðurlandi, Suðurnesjum, Norðurlandi vestra og eystra ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ný ökutæki.

Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir.
Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir. mbl.is/Árni Sæberg

Nýir bílar en skortir föt

Lögreglan á Austurlandi er með átta lögreglubíla. Mest ekna bílnum verður skipt út fyrir nýjan síðar á árinu. Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn sagði að bílunum væri vel við haldið. Embættið er með lögreglustöðvar á Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Stefnt er að því að opna lögreglustöð á Seyðisfirði. Þau áform hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Jónasar.

Ekki eru til ný einkennisföt fyrir sumarstarfsmenn lögreglunnar á Austurlandi og lítur út fyrir að finna þurfi notuð föt á sumarfólkið.

Lögreglan á Vesturlandi á von á nýjum bíl á þessu ári. Hún bað um þrjá bíla í fyrra en fékk engan þá, að sögn Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns. Lögreglustöðvar eru í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Akranesi, Búðardal og Borgarnesi. Embættið er nú með átta lögreglubíla, flesta talsvert mikið ekna. Búið er að aka mest ekna bílnum tæplega 300.000 km, fjórir eru komnir á þriðja hundrað þúsund km og tveir eru á öðru hundraðinu. „Þetta eru fínir bílar,“ sagði Jón.

Líkt og víðar munu sumarstarfsmenn lögreglunnar á Vesturlandi fá notuð einkennisföt. Þarf jafnvel að fá hluta þeirra lánaðan.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafmagnslaust í Kópavogi

10:47 Rafmagnslaust er í nokkrum götum í Kópavogi vegna háspennubilunar. Tilkynningu þess efnis er að finna á vef Veitna.   Meira »

Hellaferðir í uppnámi vegna fyrirsagnar

10:16 „Fréttin er kannski ekki röng en framsetningin er afar dúbíus,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi South East ehf. Ferðaþjónustuaðilar á Suðausturlandi eru sumir hverjir afar ósáttir við framsetningu fyrirsagnar á fréttamiðlinum Vísi, sem segir að eldsumbrot séu hafi í Öræfajökli. Meira »

Fyrsta íslenska kattakaffihúsið

10:10 Stefnt er að því að fyrsta íslenska kattakaffihúsið opni fyrir jól á Bergstaðastræti. „Við erum miklar kattakonur og nú þegar gæludýr eru leyfð á veitingastöðum ákváðum við að nota tækifærið og koma í framkvæmd hugmynd sem við höfum brætt með okkur,“ segir Gígja Björnsson, sem undirbýr opnun Kattakaffihúss á Bergstaðastræti 10a. Meira »

Bílalestin lögð af stað yfir heiðina

10:00 Talsverður fjöldi fólks var í nótt veðurtepptur í Varmahlíð þar sem Öxnadalsheiði var lokuð. Sumir voru þarna aðra nóttina í röð. Allt að 20 flutningabílar stilltu sér upp meðfram þjóðvegi 1 meðan beðið var, en núna á tíunda tímanum var heiðin aftur opnuð og er bílalestin farin af stað austur eftir. Meira »

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

08:59 Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut nú fyrir skömmu. Sjúkrabílar, lögreglubílar og slökkviliðsbíll hafa verið sendir á staðinn og hefur lögregla lokað Miklubraut frá Grensásvegi austur. Meira »

Mælirinn datt út í Hamarsfirði

08:32 Fjöldi vega um landið er enn lokaður vegna óveðurs og ófærðar. Vegagerðin er byrjuð að moka á Norðurlandi, en fyrir austan Akureyri er beðið með mokstur vegna óveðurs. Holtavörðuheiði er einnig enn lokuð. Meira »

Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

08:18 Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra. Meira »

Kosið um nýja forystu Bjartrar framtíðar

08:20 Kosið verður um nýja forystu hjá Bjartri framtíð í dag á aukaráðsfundi sem fram fer á Hótel Cabin. Kosið verður um embætti formanns flokksins og stjórnarformanns, en um síðustu mánaðamót hætti Óttarr Proppé sem hafði verið formaður flokksins og Guðlaug Kristjánsdóttir sem var stjórnarformaður. Meira »

Lögsækir heilabilaðan öryrkja

07:57 Lýður Ægisson, 69 ára gamall öryrki með heilabilun og hreyfihömlun, fékk fyrr í vikunni átta daga frest til að greiða rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna kröfu hjúkrunarheimilisins Eirar, þar af er hálf milljón í vexti. Meira »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Borðstofustólar til sölu
10 stk. af notuðum borðstofustólum til sölu á kr. 1.500 kr stk. seljast helst a...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...