Fé vantar til hraðari endurnýjunar bíla

Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi ...
Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi fá níu nýja lögreglubíla á þessu ári. mbl.is/Júlíus

Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á örútboð vegna kaupa á sérútbúnum og sértilbúnum lögreglubílum. Ætlunin er að kaupa níu sérútbúna lögreglubíla á þessu ári fyrir lögregluembættin á landsbyggðinni. Stefna ríkislögreglustjóra er að kaupa sem mest sértilbúna bíla, að sögn Agnars Hannessonar, rekstrar- og þjónustustjóra hjá ríkislögreglustjóra.

Hjá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra eru nú um 140 ökutæki. Bílamiðstöðin sér um rekstur ökutækja lögreglunnar og búnaðarins sem í þeim er. Í raun er um að ræða samrekstur með lögreglustjóraembættunum, að sögn Agnars. Ríkislögreglustjóri innheimtir tvíþætt gjald vegna ökutækjanna. Fastagjald af hverju ökutæki sem stendur undir endurnýjun og kílómetragjald sem stendur undir rekstri, þ.e. eldsneyti, viðhaldi, hjólbörðum, tjónum o.fl.

„Ljóst er að við þyrftum mun meira fjármagn til að geta haldið úti hraðari endurnýjun,“ sagði Agnar í skriflegu svari. „Til fróðleiks má geta að margt getur skekkt reksturinn. Ábyrgðartrygging ökutækja okkar hefur t.d. hækkað úr 21 milljón króna í tæplega 50 milljónir á þessu ári vegna tjóna á ökutækjunum. Í fjármálahruninu var það meðvituð ákvörðun okkar að reyna að viðhalda meðalaldri ökutækjanna enda nýkaup í minna mæli þá. Nú er stefnan að endurnýja eins hratt og mögulegt er og höfum við um 190 m.kr. á ári í það.“ Þess ber að geta að hluti af þeirri upphæð fer í að endurnýja gamlan búnað í ökutækjunum. Þar má nefna endurnýjun á fjarskiptabúnaði, radar- og upptökubúnaði, vopnakistum ásamt forgangsbúnaði.

Öll ný ökutæki lögreglunnar eru tölvuvædd. Þannig geta lögreglumenn unnið í öllum kerfum lögreglunnar úti á vettvangi. Lögreglustjórar óska eftir þessum búnaði. Hver búnaðarpakki kostar 4-5 milljónir króna.

Ríkislögreglustjóri keypti 13 ný ökutæki 2016. Þá fengu lögreglustjóraembættin á Suðurlandi, Suðurnesjum, Norðurlandi vestra og eystra ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ný ökutæki.

Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir.
Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir. mbl.is/Árni Sæberg

Nýir bílar en skortir föt

Lögreglan á Austurlandi er með átta lögreglubíla. Mest ekna bílnum verður skipt út fyrir nýjan síðar á árinu. Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn sagði að bílunum væri vel við haldið. Embættið er með lögreglustöðvar á Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Stefnt er að því að opna lögreglustöð á Seyðisfirði. Þau áform hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Jónasar.

Ekki eru til ný einkennisföt fyrir sumarstarfsmenn lögreglunnar á Austurlandi og lítur út fyrir að finna þurfi notuð föt á sumarfólkið.

Lögreglan á Vesturlandi á von á nýjum bíl á þessu ári. Hún bað um þrjá bíla í fyrra en fékk engan þá, að sögn Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns. Lögreglustöðvar eru í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Akranesi, Búðardal og Borgarnesi. Embættið er nú með átta lögreglubíla, flesta talsvert mikið ekna. Búið er að aka mest ekna bílnum tæplega 300.000 km, fjórir eru komnir á þriðja hundrað þúsund km og tveir eru á öðru hundraðinu. „Þetta eru fínir bílar,“ sagði Jón.

Líkt og víðar munu sumarstarfsmenn lögreglunnar á Vesturlandi fá notuð einkennisföt. Þarf jafnvel að fá hluta þeirra lánaðan.

Frétt mbl.is: Sumarlöggur í notuðum fötum

Frétt mbl.is: Þrír nýir á skömmum tíma

Bloggað um fréttina

Innlent »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...