Fé vantar til hraðari endurnýjunar bíla

Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi ...
Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluembættin úti á landi fá níu nýja lögreglubíla á þessu ári. mbl.is/Júlíus

Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á örútboð vegna kaupa á sérútbúnum og sértilbúnum lögreglubílum. Ætlunin er að kaupa níu sérútbúna lögreglubíla á þessu ári fyrir lögregluembættin á landsbyggðinni. Stefna ríkislögreglustjóra er að kaupa sem mest sértilbúna bíla, að sögn Agnars Hannessonar, rekstrar- og þjónustustjóra hjá ríkislögreglustjóra.

Hjá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra eru nú um 140 ökutæki. Bílamiðstöðin sér um rekstur ökutækja lögreglunnar og búnaðarins sem í þeim er. Í raun er um að ræða samrekstur með lögreglustjóraembættunum, að sögn Agnars. Ríkislögreglustjóri innheimtir tvíþætt gjald vegna ökutækjanna. Fastagjald af hverju ökutæki sem stendur undir endurnýjun og kílómetragjald sem stendur undir rekstri, þ.e. eldsneyti, viðhaldi, hjólbörðum, tjónum o.fl.

„Ljóst er að við þyrftum mun meira fjármagn til að geta haldið úti hraðari endurnýjun,“ sagði Agnar í skriflegu svari. „Til fróðleiks má geta að margt getur skekkt reksturinn. Ábyrgðartrygging ökutækja okkar hefur t.d. hækkað úr 21 milljón króna í tæplega 50 milljónir á þessu ári vegna tjóna á ökutækjunum. Í fjármálahruninu var það meðvituð ákvörðun okkar að reyna að viðhalda meðalaldri ökutækjanna enda nýkaup í minna mæli þá. Nú er stefnan að endurnýja eins hratt og mögulegt er og höfum við um 190 m.kr. á ári í það.“ Þess ber að geta að hluti af þeirri upphæð fer í að endurnýja gamlan búnað í ökutækjunum. Þar má nefna endurnýjun á fjarskiptabúnaði, radar- og upptökubúnaði, vopnakistum ásamt forgangsbúnaði.

Öll ný ökutæki lögreglunnar eru tölvuvædd. Þannig geta lögreglumenn unnið í öllum kerfum lögreglunnar úti á vettvangi. Lögreglustjórar óska eftir þessum búnaði. Hver búnaðarpakki kostar 4-5 milljónir króna.

Ríkislögreglustjóri keypti 13 ný ökutæki 2016. Þá fengu lögreglustjóraembættin á Suðurlandi, Suðurnesjum, Norðurlandi vestra og eystra ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ný ökutæki.

Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir.
Fjórir sérútbúnir sérsveitarbílar hafa verið keyptir. mbl.is/Árni Sæberg

Nýir bílar en skortir föt

Lögreglan á Austurlandi er með átta lögreglubíla. Mest ekna bílnum verður skipt út fyrir nýjan síðar á árinu. Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn sagði að bílunum væri vel við haldið. Embættið er með lögreglustöðvar á Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Stefnt er að því að opna lögreglustöð á Seyðisfirði. Þau áform hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Jónasar.

Ekki eru til ný einkennisföt fyrir sumarstarfsmenn lögreglunnar á Austurlandi og lítur út fyrir að finna þurfi notuð föt á sumarfólkið.

Lögreglan á Vesturlandi á von á nýjum bíl á þessu ári. Hún bað um þrjá bíla í fyrra en fékk engan þá, að sögn Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns. Lögreglustöðvar eru í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Akranesi, Búðardal og Borgarnesi. Embættið er nú með átta lögreglubíla, flesta talsvert mikið ekna. Búið er að aka mest ekna bílnum tæplega 300.000 km, fjórir eru komnir á þriðja hundrað þúsund km og tveir eru á öðru hundraðinu. „Þetta eru fínir bílar,“ sagði Jón.

Líkt og víðar munu sumarstarfsmenn lögreglunnar á Vesturlandi fá notuð einkennisföt. Þarf jafnvel að fá hluta þeirra lánaðan.

Frétt mbl.is: Sumarlöggur í notuðum fötum

Frétt mbl.is: Þrír nýir á skömmum tíma

Bloggað um fréttina

Innlent »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eiskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Skyrpartý í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum. Meira »

Fimm fá rúma 61 milljón króna

Í gær, 19:43 Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi. Meira »

Ímyndunaraflið eina takmarkið

Í gær, 19:32 Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

Í gær, 19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

Allt á floti á Eskifirði

Í gær, 19:33 „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn. Meira »

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar

Í gær, 19:30 Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

Í gær, 18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Wow Cyclothon

Yaris Hybrid 2012
Til sölu Yaris Hybrid 2012, ekinn 43000 km. Einn eigandi. Nýtt í bremsum. Verð 1...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage DownTown Reykjavik. S. 6959434 Alina...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...