Fjárfestar bíða eftir starfsleyfinu

John Fenger, stjórnarformaður Thorsil.
John Fenger, stjórnarformaður Thorsil. mbl.is/Golli

John Fenger, stjórnarformaður kísilversins Thorsil, segir kæru Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og hóps íbúa í Reykjanesbæ vegna starfsleyfis fyrirtækisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafa hægt á fjárfestingum í fyrirtækinu.

„Vonandi mun úrskurðarnefnd ganga frá leyfinu innan tíðar, hún hefur þrjá mánuði til þess. Allt það ferli hefur hægt á því að við getum gengið frá fjármögnun,“ segir John. Hann segir að fyrirtækið vinni ennþá að því að ganga frá allri fjármögnun og býst sterklega við því að allt verði klárt eftir niðurstöðu nefndarinnar.

Hann segir uppákomurnar hjá United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirhugað er að reisa kísilver Thorsil, og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið ekki hjálpa til við fjárfestingar í fyrirtækinu, en tekur fram að slíkir hlutir séu ekki algengir í kísilverksmiðjum. „Ég hef unnið við þetta stóran hluti ævinnar og rekið svona verksmiðjur í Noregi og Norður-Ameríku og það hefur aldrei komið lykt úr svona verksmiðjum. Það á ekki að koma lykt úr þeim, það er ekki þekkt fyrirbæri,“ segir John í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert