Vellirnir koma ágætlega undan vetri í ár

„Völlurinn er grænni á þessum tíma en undanfarin ár,“ segir …
„Völlurinn er grænni á þessum tíma en undanfarin ár,“ segir Svavar Geir um golfvöll Golfklúbbsins Odds. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er svo sem fínt ástand á grasinu. Völlurinn lítur betur út en fyrri ár ,“ segir Svavar Geir Svavarsson, markaðs- og skrifstofustjóri Golfklúbbsins Odds, um ástand Urriðavallarins.

Hann segir að veðrið næstu vikuna skipti gríðarlega miklu máli. „Þetta fer allt eftir því hvernig næsta vika verður. Það þarf alltaf að hafa völlinn góðan í nokkra daga áður en hægt er að vinna í honum. Við setjum markmiðið á opnun 7. maí,“ segir Sævar.

Hólmar Freyr Christiansson, vallarstjóri Korpu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, tekur í sama streng og Guðmundur Árni Gunnarsson, vallarstjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir að vellir félagsins komi vel undan vetri og lítið frost í jörðu skipti þar höfuðmáli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert