Verðmæti afurða um 70 milljarðar

Á kolmunnaveiðum á Víkingi AK 100
Á kolmunnaveiðum á Víkingi AK 100 Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Útflutningsverðmæti afurða uppsjávartegunda gæti numið um 70 milljörðum króna á þessu ári. Alls nema aflaheimildir uppsjávarskipa í ár um 740 þúsund tonnum í fimm tegundum.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segist sannfærður um að þessi afli náist. „Fyrirtækin í þessari grein eru öflug og það hafa verið miklar fjárfestingar í greininni í stærri skipum og nútímalegri vinnslu síðastliðin ár. Með öflugt fólk, öflugan búnað og með góðu skipulagi næst þessi afli þó svo að einhverjum kunni að finnast þetta mikið,“ segir Gunnþór.

Heimildir í norsk-íslenskri síld og kolmunna hafa verið auknar verulega frá síðasta ári, einnig er aukning í makrílkvótum og mikið var fryst af hrognum á snarpri loðnuvertíð, að því er fram kemur í umfjöllun um útflutningsverðmæti sjávarafurða í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert