Veturinn sleppir ekki tökunum strax

Úlpur og húfur koma enn vel að góðum notum, enda …
Úlpur og húfur koma enn vel að góðum notum, enda ekki að sjá að hitinn fari ört hækkandi á næstunni. mbl.is/Eggert

Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum alveg strax að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Það verður svalt í dag og víða smá él, en yfirleitt hægur vindur. Bætir í vind í nótt.

Ákveðin norðanátt verður á morgun með éljum, en sunnan- og suðvestantil verður lengst af þurrt og bjart.

Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm austantil á landinu annað kvöld með hríð og lélegu skyggni. Dregur úr vindi og styttir upp á mánudag, en síðan má búast við suðlægari vindum og hægt hlýnandi veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert