Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Unnið verður að því að þrífa göngin.
Unnið verður að því að þrífa göngin. Ljósmynd/Spölur

Hvalfjarðargöng verða verða lokuð  kl. 22 að annað kvöld, mánudaginn 24. apríl, en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Næturlokun ganganna á þessum tíma árs er hefðbundinn vor- og sumarboði, tími sem nýttur er til viðhalds af ýmsu tagi og hreingerningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli, sem sér um rekstur ganganna. 

Lokað verður sem hér segir í þetta sinn:

  • Frá kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl til kl. 6 að morgni þriðjudags 25. apríl.
  • Frá miðnætti að kvöldi þriðjudags 25. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 26. apríl.
  • Frá miðnætti að kvöldi miðvikudags 26. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 27. apríl.
  • Frá miðnætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert