„Verður ekki mikið íslenskara“

Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.
Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“

Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í lok aprílmánaðar.

Í samtali við 200 mílur segir Halldór að markaðurinn í Nígeríu hafi reynst erfiður undanfarin ár. Þar sé slæmt efnahagsástand og tollar hafi verið auknir. Verð á skreið til Nígeríu hafi því lækkað um 50% og sé ennþá í lægð.

„En það er engin önnur útgönguleið fyrir allt þetta magn af hausum og beinum. Það verður að koma þessu í þennan farveg, annars þarf bara að grafa þetta. Á meðan við losnum við afurðirnar þá gengur þetta upp, en það gefur hins vegar enga ástæðu til að hætta að leita að nýjum mörkuðum.“

Hluti af matarhefð þjóðflokksins

Nígería er fjölmennt land, í raun það sjöunda fjölmennasta hér á jörðu, en það eru þó aðeins nokkur prósent þjóðarinnar sem leggja sér skreið til munns, að sögn Halldórs.

„Það er í raun bara einn þjóðflokkur inni í landinu sem gerir það. En þó að þetta sé lokaður hópur þá er þetta alltaf gríðarlega stór markaður. Og þeir vilja alltaf vöruna, þeir þurfa þennan mat, þetta er hluti af þeirra matarhefð.“

Halldór segir að í gegnum árin á sýningunni í Brussel hafi Haustaksmenn meðal annars kynnst mörkuðum í Kína og Suður-Kóreu.

„Þar er þetta borðað en þeir þekkja það kannski ekki svona þurrkað eins og Nígeríumenn. Til þess að svo megi verða þarf að finna réttu mennina sem eru reiðubúnir að prófa. En þangað eru fluttir gámar af frosnum hausum, óþurrkuðum.“

Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.
Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.

Ferlið tekur þrjár vikur

Mun hagkvæmara sé þó að þurrka afurðina. „Þegar við þurrkum þá komum við fimm sinnum fleiri hausum í gáminn. Það er náttúrlega lykilhluti í þessari aðferð. Og þegar þetta er komið á áfangastað, ef þú þurrkar þetta rétt, þá geymist varan lengi, þú þarft ekki frystikistur undir þetta.“

Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga Haustak til helminga og þaðan kemur hráefnið í framleiðsluna að mestu.

„Fiskurinn er unninn og hausaður í Grindavík, það er náttúrlega það fyrsta sem er gert. Þannig að þetta er komið til okkar samdægurs eða degi seinna. Þá tekur við þessi hefðbundna þurrkvinnsla, við setjum hausana á grindur og beinin í bandaklefa. Allt í allt tekur ferlið um það bil þrjár vikur.“

Haustak stendur við Reykjanesvita og þar er þurrkað allt árið með jarðhita sjálfs Reykjanessins. Fyrirtækið er í raun hluti svonefnds auðlindagarðs HS Orku og nýtir orku virkjunarinnar í vinnsluna.

„Við höfum aðgang að jarðhitanum allt árið og getum þar af leiðandi alltaf verið að. Þarna er verið að nýta jarðhita til að varðveita matvæli og það er þekking sem getur gagnast víða. Það eru margar þjóðir sem eiga nóg af jarðhita en fáar leiðir til að auka geymsluþol matvæla sinna,“ segir Halldór og bætir við að með tækni Haustaks sé hægt að þurrka hvað sem er, ávexti og grænmeti þar á meðal.

Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á ...
Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á dögum.

Reyna að koma með allt í land

Hátt í fimmtíu manns starfa í dag hjá fyrirtækinu og ljóst má vera að fjöldinn væri ekki svo mikill ef fiskhausarnir skiluðu sér ekki í land, en þrátt fyrir langa hefð þurrkunar hér á landi var hausum áður fyrr hent frá borði í tonnatali. Sú tíð er liðin að sögn Halldórs.

„Það reyna allir að koma með allt í land núna. Þetta er allt orðið hráefni.“

Blaðamaður hefur á orði að í fyrirtækinu sameinist tvennt sem einna helst einkennir Ísland, jarðhiti og fiskur.

„Já, það verður ekki mikið íslenskara,“ segir Halldór. „Það er náttúrlega líka hluti af þessu, öll tæknin, forritun, tæki og tól, þetta verður til hérna heima. Öll þessi þekking er síðan flutt út. Það eru þurrkanir víða í Noregi og Bretlandi, og það eru nánast allt saman Íslendingar á bak við þau verkefni.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Vextir fylgja ekki efnahagaþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Hærri skattttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...