„Verður ekki mikið íslenskara“

Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.
Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“

Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í lok aprílmánaðar.

Í samtali við 200 mílur segir Halldór að markaðurinn í Nígeríu hafi reynst erfiður undanfarin ár. Þar sé slæmt efnahagsástand og tollar hafi verið auknir. Verð á skreið til Nígeríu hafi því lækkað um 50% og sé ennþá í lægð.

„En það er engin önnur útgönguleið fyrir allt þetta magn af hausum og beinum. Það verður að koma þessu í þennan farveg, annars þarf bara að grafa þetta. Á meðan við losnum við afurðirnar þá gengur þetta upp, en það gefur hins vegar enga ástæðu til að hætta að leita að nýjum mörkuðum.“

Hluti af matarhefð þjóðflokksins

Nígería er fjölmennt land, í raun það sjöunda fjölmennasta hér á jörðu, en það eru þó aðeins nokkur prósent þjóðarinnar sem leggja sér skreið til munns, að sögn Halldórs.

„Það er í raun bara einn þjóðflokkur inni í landinu sem gerir það. En þó að þetta sé lokaður hópur þá er þetta alltaf gríðarlega stór markaður. Og þeir vilja alltaf vöruna, þeir þurfa þennan mat, þetta er hluti af þeirra matarhefð.“

Halldór segir að í gegnum árin á sýningunni í Brussel hafi Haustaksmenn meðal annars kynnst mörkuðum í Kína og Suður-Kóreu.

„Þar er þetta borðað en þeir þekkja það kannski ekki svona þurrkað eins og Nígeríumenn. Til þess að svo megi verða þarf að finna réttu mennina sem eru reiðubúnir að prófa. En þangað eru fluttir gámar af frosnum hausum, óþurrkuðum.“

Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.
Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.

Ferlið tekur þrjár vikur

Mun hagkvæmara sé þó að þurrka afurðina. „Þegar við þurrkum þá komum við fimm sinnum fleiri hausum í gáminn. Það er náttúrlega lykilhluti í þessari aðferð. Og þegar þetta er komið á áfangastað, ef þú þurrkar þetta rétt, þá geymist varan lengi, þú þarft ekki frystikistur undir þetta.“

Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga Haustak til helminga og þaðan kemur hráefnið í framleiðsluna að mestu.

„Fiskurinn er unninn og hausaður í Grindavík, það er náttúrlega það fyrsta sem er gert. Þannig að þetta er komið til okkar samdægurs eða degi seinna. Þá tekur við þessi hefðbundna þurrkvinnsla, við setjum hausana á grindur og beinin í bandaklefa. Allt í allt tekur ferlið um það bil þrjár vikur.“

Haustak stendur við Reykjanesvita og þar er þurrkað allt árið með jarðhita sjálfs Reykjanessins. Fyrirtækið er í raun hluti svonefnds auðlindagarðs HS Orku og nýtir orku virkjunarinnar í vinnsluna.

„Við höfum aðgang að jarðhitanum allt árið og getum þar af leiðandi alltaf verið að. Þarna er verið að nýta jarðhita til að varðveita matvæli og það er þekking sem getur gagnast víða. Það eru margar þjóðir sem eiga nóg af jarðhita en fáar leiðir til að auka geymsluþol matvæla sinna,“ segir Halldór og bætir við að með tækni Haustaks sé hægt að þurrka hvað sem er, ávexti og grænmeti þar á meðal.

Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á ...
Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á dögum.

Reyna að koma með allt í land

Hátt í fimmtíu manns starfa í dag hjá fyrirtækinu og ljóst má vera að fjöldinn væri ekki svo mikill ef fiskhausarnir skiluðu sér ekki í land, en þrátt fyrir langa hefð þurrkunar hér á landi var hausum áður fyrr hent frá borði í tonnatali. Sú tíð er liðin að sögn Halldórs.

„Það reyna allir að koma með allt í land núna. Þetta er allt orðið hráefni.“

Blaðamaður hefur á orði að í fyrirtækinu sameinist tvennt sem einna helst einkennir Ísland, jarðhiti og fiskur.

„Já, það verður ekki mikið íslenskara,“ segir Halldór. „Það er náttúrlega líka hluti af þessu, öll tæknin, forritun, tæki og tól, þetta verður til hérna heima. Öll þessi þekking er síðan flutt út. Það eru þurrkanir víða í Noregi og Bretlandi, og það eru nánast allt saman Íslendingar á bak við þau verkefni.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...