„Verður ekki mikið íslenskara“

Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.
Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“

Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í lok aprílmánaðar.

Í samtali við 200 mílur segir Halldór að markaðurinn í Nígeríu hafi reynst erfiður undanfarin ár. Þar sé slæmt efnahagsástand og tollar hafi verið auknir. Verð á skreið til Nígeríu hafi því lækkað um 50% og sé ennþá í lægð.

„En það er engin önnur útgönguleið fyrir allt þetta magn af hausum og beinum. Það verður að koma þessu í þennan farveg, annars þarf bara að grafa þetta. Á meðan við losnum við afurðirnar þá gengur þetta upp, en það gefur hins vegar enga ástæðu til að hætta að leita að nýjum mörkuðum.“

Hluti af matarhefð þjóðflokksins

Nígería er fjölmennt land, í raun það sjöunda fjölmennasta hér á jörðu, en það eru þó aðeins nokkur prósent þjóðarinnar sem leggja sér skreið til munns, að sögn Halldórs.

„Það er í raun bara einn þjóðflokkur inni í landinu sem gerir það. En þó að þetta sé lokaður hópur þá er þetta alltaf gríðarlega stór markaður. Og þeir vilja alltaf vöruna, þeir þurfa þennan mat, þetta er hluti af þeirra matarhefð.“

Halldór segir að í gegnum árin á sýningunni í Brussel hafi Haustaksmenn meðal annars kynnst mörkuðum í Kína og Suður-Kóreu.

„Þar er þetta borðað en þeir þekkja það kannski ekki svona þurrkað eins og Nígeríumenn. Til þess að svo megi verða þarf að finna réttu mennina sem eru reiðubúnir að prófa. En þangað eru fluttir gámar af frosnum hausum, óþurrkuðum.“

Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.
Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.

Ferlið tekur þrjár vikur

Mun hagkvæmara sé þó að þurrka afurðina. „Þegar við þurrkum þá komum við fimm sinnum fleiri hausum í gáminn. Það er náttúrlega lykilhluti í þessari aðferð. Og þegar þetta er komið á áfangastað, ef þú þurrkar þetta rétt, þá geymist varan lengi, þú þarft ekki frystikistur undir þetta.“

Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga Haustak til helminga og þaðan kemur hráefnið í framleiðsluna að mestu.

„Fiskurinn er unninn og hausaður í Grindavík, það er náttúrlega það fyrsta sem er gert. Þannig að þetta er komið til okkar samdægurs eða degi seinna. Þá tekur við þessi hefðbundna þurrkvinnsla, við setjum hausana á grindur og beinin í bandaklefa. Allt í allt tekur ferlið um það bil þrjár vikur.“

Haustak stendur við Reykjanesvita og þar er þurrkað allt árið með jarðhita sjálfs Reykjanessins. Fyrirtækið er í raun hluti svonefnds auðlindagarðs HS Orku og nýtir orku virkjunarinnar í vinnsluna.

„Við höfum aðgang að jarðhitanum allt árið og getum þar af leiðandi alltaf verið að. Þarna er verið að nýta jarðhita til að varðveita matvæli og það er þekking sem getur gagnast víða. Það eru margar þjóðir sem eiga nóg af jarðhita en fáar leiðir til að auka geymsluþol matvæla sinna,“ segir Halldór og bætir við að með tækni Haustaks sé hægt að þurrka hvað sem er, ávexti og grænmeti þar á meðal.

Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á ...
Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á dögum.

Reyna að koma með allt í land

Hátt í fimmtíu manns starfa í dag hjá fyrirtækinu og ljóst má vera að fjöldinn væri ekki svo mikill ef fiskhausarnir skiluðu sér ekki í land, en þrátt fyrir langa hefð þurrkunar hér á landi var hausum áður fyrr hent frá borði í tonnatali. Sú tíð er liðin að sögn Halldórs.

„Það reyna allir að koma með allt í land núna. Þetta er allt orðið hráefni.“

Blaðamaður hefur á orði að í fyrirtækinu sameinist tvennt sem einna helst einkennir Ísland, jarðhiti og fiskur.

„Já, það verður ekki mikið íslenskara,“ segir Halldór. „Það er náttúrlega líka hluti af þessu, öll tæknin, forritun, tæki og tól, þetta verður til hérna heima. Öll þessi þekking er síðan flutt út. Það eru þurrkanir víða í Noregi og Bretlandi, og það eru nánast allt saman Íslendingar á bak við þau verkefni.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...