Barinn í miðjum hjólareiðatúr

Yoann Offredo keppir fyrir belgíska Wanty-liðið.
Yoann Offredo keppir fyrir belgíska Wanty-liðið. AFP

Franski hjólreiðakappinn Yoann Offredo heldur því fram að hann hefði orðið fyrir árás á meðan hann var á hjólreiðartúr og að árásin hefði verið framin með dúkahníf og hafnaboltakylfu. 

„Í dag varð ég fórnarlamb árásar með dúkahníf og hafnaboltakylfu þegar ég var í æfingarferð með tveimur vinum,“ skrifaði hinn þrítugi Offredo á Facebook og birti myndir af blóðugu andliti sínu og bólgnum framhandleggnum. „Afleiðingarnar eru brotið nef, laskað rifbein og marblettir á öllum líkamanum, en ofan á líkamleg meiðslin er ég fyrst og fremst í áfalli.“

Offredo tók hvorki fram hvernig árásarmennirnir litu út né hvar árásin hefði átt sér stað en sagði að hún hefði verið í „landi mannréttinda.“ 

„Ég er ekki reiður, mér þykir bara leitt að segja að ég voni að börnin mín byrji ekki að stunda þessa íþrótt sem ég elska,“ sagði Offredo. „Þú ferð á æfingu um morguninn en veist ekki hvort þú snúir aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert