Borað eftir vatni við Ölfusárbrúna

Vatnið rennur úr holunni við Selfoss.
Vatnið rennur úr holunni við Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ágætar vísbendingar hafa fengist í borun eftir heitu vatni á svonefndu Langanesi á Selfossi, það er örskammt frá vestari sporði Ölfusárbrúar.

Þar hafa bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða verið að störfum undanfarnar vikur og komu fyrir helgina á 108 metra dýpi á æð sem skilaði 57°C gráðu heitu vatni, sem er nærri virkjanlegu magni.

„Rannsókn nú á að skila upplýsingum um hvort ráð sé að virkja á þessum stað. Vera kann að við þurfum að taka fleiri holur en ég er bjartsýnn á framhaldið. Við þurfum talsvert magn af vatni, sem má ekki fara mikið undir 60°C svo nýtanlegt sé,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson hjá framkvæmda- og veitasviði Sveitarfélagsins Árborgar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert