Lokahnykkur á brúargólfi

Sigurður Hallur Sigurðsson stýrir framkvæmdum á brúnni.
Sigurður Hallur Sigurðsson stýrir framkvæmdum á brúnni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa nú hafist handa við endurbætur á gólfi Borgarfjarðarbrúarinnar og taka í ár lokahnykkinn í verkefni þessu sem hefur staðið yfir allt frá árinu 2012.

Brúin er alls þrettán höf, hvert um sig fjörutíu metrar, og gjarnan hefur verið tekinn skurkur á tveimur til fjórum á ári. Í ár verða þau fjögur, það er þau sem eru nyrst og næst Borgarnesi.

„Við tökum tvö brúarhöf nú í mars til júní og hin tvö í ágúst til október, eða þegar sumarumferð er gengin yfir. Hver bútur er um eins mánaðar vinna, segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarverkstjóri í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert