Safna skuldum við þjóðkirkju

Kirkjan vill ekki dómstólaleiðina.
Kirkjan vill ekki dómstólaleiðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í umsögn Biskupsstofu og kirkjuráðs um fjármálaáætlun ríkisins 2018-2022 kemur fram að áætlunin feli í sér að ríkissjóður safni skuldum við þjóðkirkjuna sem nemi um 1,7 milljörðum á ári.

Sú skuld hafi orðið til vegna þess að ekki sé ástæða fyrir þjóðkirkjuna til að taka lengur á sig skerðingar sem hún samþykkti eftir fjármálahrunið.

„Við héldum því fram að þetta væru mistök vegna þess að við fundum aldrei neinn sem ákvað þetta. Þetta hefur ekki verið upplýst ákvörðun vegna þess að það fór aldrei fram umræða um þetta á neinu stigi, þetta var bara ákveðið og sú ákvörðun kom aldrei fram nema í fjárlögum,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert