Furðar sig á tölum ríkisins

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. mbl.is/Ómar Óskarsson

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, furðar sig á samanburðartölum við Norðurlöndin í fjármálaáætlun ríkisins 2018-2022.

Í fyrirlestri á ársfundi Landspítalans sagði hún að slíkar tölur hefðu ekki verið notaðar áður þegar talað væri um fjárveitingar til heilbrigðismála.

„Það er eins og stjórnvöld séu að velja að nota aðrar samanburðartölur við Norðurlöndin en hafa hingað til verið notaðar og maður spyr sig af hverju það sé allt í einu gert núna,“ segir María í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Ísland lítur betur út í þeirra tölum, þetta eru alveg réttar tölur en það er bara ekki verið að tala um sama hlutinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert