Illugi nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var í dag í Skagafirði en nýr formaður stjórnarinnar er Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingmaður. Tekur hann við af Herdísi Á. Sæmundsdóttur.

Herdís flutti ræðu í upphafi fundar og Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar gerði grein fyrir starfseminni. „Fjallað var síðan um margs konar efni á fundinum, meðal annars um samfélagslega nýsköpun í dreifbýli, stöðu útlendinga á Norðurlandi og hún borin saman milli Akureyrar, Dalvíkur og Húsavíkur og gerð var grein fyrir ýmsum þáttum í starfi Byggðastofnunar,“ segir í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Með Illuga í nýrri stjórn Byggðastofnunar eru eftirfarandi:

Rakel Óskarsdóttir, Akranesi
Róbert Guðfinnsson, Siglufirði
Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnarsstöðum
Karl Björnsson, Reykjavík
Einar E. Einarsson, Syðra-Skörðugili
Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert