Laust rör olli eldsvoðanum

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Rannsókn Vinnueftirlitsins hefur leitt í ljós að spennutengdur búnaður sem losnaði hafi valdið brunanum í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í síðustu viku. Um var að ræða rör sem tengt var rafskauti og rakst utan í stálburðarvirki byggingarinnar.

Fjallað er um málið á fréttavef Ríkisútvarpsins en við atvikið hafi stálflísar úr burðarvirkinu dreifst um timburgólf verksmiðjunnar sem kveikti eldinn. Haft er eftir Eyjólfi Sæmundssyni, forstjóra Vinnueftirlitsins, að enn væri verið að rannsaka hvers vegna rörið losnaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert