Stöðva starfsemi United Silicon

Kísilvers United Silicon í Helguvík
Kísilvers United Silicon í Helguvík mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun.

Í bréfi Umhverfisstofnunar kemur fram að eftirlit með verksmiðju Sameinaðs Sílikons (United Silicon) hafi verið fordæmalaust að umfangi. Fjölmargar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar og hefur stofnunin metið ástandið alvarlegt enda liggur ekki fyrir hvort og þá hvaða efni fylgi lyktarmengun frá verksmiðjunni. 

UST segir í bréfinu að jákvæð þróun hafi orðið varðandi ráðstafanir þeirra sem annast rekstur verksmiðjunnar varðandi greiningu og leiðir til úrbóta.

Umhverfisstofnun mun hins vegar heimila uppkeyrslu á ljósbogaofni verksmiðjunnar vegna frekari greiningar á orsökum lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert