Þýskar ferðaskrifstofur óska eftir verðlækkun

Hótel Valaskjálf hefur verið tekið í gegn fyrir sumarið.
Hótel Valaskjálf hefur verið tekið í gegn fyrir sumarið. Ljósmynd/701 Hótels ehf.

Þráinn Lárusson, eigandi Hótels Hallormsstaðar og Hótels Valaskjálfs, segir að vegna hækkandi verðlags á Íslandi séu þýskir ferðaheildsalar farnir að leita annað.

„Það er þegar kominn fram gríðarlegur samdráttur í ferðum til Íslands. Staða krónu gagnvart evru er orðin þannig að ferðaskrifstofur á þýska markaðnum hafa haft samband og beðið okkur um að lækka verðið,“ segir Þráinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustu munu draga mjög úr uppbyggingu hótela á landsbyggðinni. Þráinn segir að 2013 hafi nýting á herbergjum hans farið í kringum 75% í júní en verið 50% áður. Nýtingin hafi síðan batnað og sé nú 80-85% í júní. Bókanir í maí hafi aukist lítillega og umferðin sé meiri í september en var. Vetrarmánuðir séu enn erfiðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert