Úrslit Skólahreystis í kvöld

Frá undankeppninni í ár.
Frá undankeppninni í ár.

Úrslitakvöld Skólahreystis er haldið í kvöld klukkan 20:15, en þar munu þeir tólf skólar sem komust úr riðlakeppninni keppa um hvaða skóli hefur yfir að búa hraustasta liðinu. Keppnin fer fram í Laugardalshöll og þrátt fyrir að stuðningssveitir skólanna tólf muni líklegast að mestu fylla höllina eru allir velkomnir.

Skólarnir tólf sem keppa til úrslita í kvöld eru: Brúarásskóli, Síðuskóli, Varmahlíðarskóli, Síðuskóli, Holtaskóli, Foldaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Laugalækjarskóli, Lindaskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Grunnskólinn í Stykkishólmi, Brekkuskóli og Stóru-Vogaskóli.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Rúv.

Stuðningssveitir skólanna munu örugglega láta vel í sér heyra í …
Stuðningssveitir skólanna munu örugglega láta vel í sér heyra í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert