Lífeyrissjóðir endurskoða útlánareglur

Stærsti lífeyrissjóður landsins hefur þrengt lánareglur í tengslum við veitingu …
Stærsti lífeyrissjóður landsins hefur þrengt lánareglur í tengslum við veitingu sjóðfélagalána.

Lífeyrissjóðir eru nú að endurskoða reglur sínar um veðtryggingar í ljósi mikilla hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu.

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur í varúðarskyni þegar gert breytingar á útlánareglum til sjóðfélaga sinna, að því er fram kemur í umfjöllun um lánamál þessi í ViðskiptaMogganum í dag.

Ekki er lengur miðað við matsverð fasteignar við útreikning veðláns, heldur er nú eingöngu miðað við markaðsverð samkvæmt kaupsamningi eða fasteignamat. Þessi breyting tók gildi í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Auk þess hefur veðhlutfall verið fært úr 75% í 70%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert