Hvert fór vorið?

Búast má við snjókomu og lélegu skyggni á fjallvegum suðvestan- og vestanlands um og eftir hádegi en styttir upp síðdegis, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

„Mild sunnanátt með rigningu í dag en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Víða slydda suðvestan- og vestanlands upp úr hádegi og kólnar í veðri, en úrkomulítið síðdegis.
Vaxandi suðaustanátt í nótt, 13-18 m/s og rigning á morgun en þurrt á Norðurlandi. Þar verður einnig hlýjast, hiti um 10 stig. Annað kvöld má svo aftur búast við slyddu eða jafnvel snjókomu suðvestan til á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Sunnan 8-15 m/s og súld eða rigning í dag, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Hægari vestanátt á SV- og V-landi upp úr hádegi með snjókomu á heiðum og slyddu á láglendi, en úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður. Vaxandi suðaustanátt í nótt, víða 13-18 og rigning á morgun, en þurrt N-lands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðan heiða. Hægari vindur og slydda eða snjókoma SV-til annað kvöld.

Á föstudag:

Suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning, en þurrt N-lands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan. Hægari vindur og slydda eða snjókoma um tíma á S- og V-landi um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt á Vestfjörðum og N-landi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og rigning með köflum, einkum SA-lands, en úrkomulítið á N-landi. Milt veður.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu á S- og V-landi, en björtu og hlýju veðri N- og A-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert