Leggja út 15 þúsund tonn af malbiki

Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakafyrirtækisins Metrostav hófu í gær malbikun …
Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakafyrirtækisins Metrostav hófu í gær malbikun vegarins í gegnum Norðfjarðargöng. Ljósmynd/Hnit

Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakafyrirtækisins Metrostav hófu í gær malbikun vegarins í gegnum Norðfjarðargöng. Efninu er ekið frá tveimur malbikunarstöðvum sem settar hafa verið upp við Mjóeyrarhöfn.

Í undirlagið fara um 8 þúsund tonn af malbiki og tæplega 7 þúsund tonn í slitlagið. Guðmundur Þór Björnsson, eftirlitsmaður hjá Hniti, telur að malbikun ljúki fyrir miðjan næsta mánuð.

Um 15 vörubílar keyra efnið inn þegar hæst stendur. Þegar malbikun lýkur tekur við lokafrágangur í göngunum og áætlað er að honum ljúki í september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert