Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum

Erlendir ferðamenn við Strokk.
Erlendir ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar fjölda opinberra stofnana funduðu í gær um undirboð erlendra ferðaþjónustuaðila á íslenskum ferðaþjónustumarkaði. Það var Alþýðusamband Íslands sem átti frumkvæðið að fundinum en að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, var niðurstaðan sú að umrædd starfsemi „flýtur milli laga“ án eftirlits.

Nokkur þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa skilað inn umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022, sem m.a. kveður á um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna, kvarta undan samkeppni við erlenda aðila sem virðast koma hingað með starfsmenn og bifreiðar en greiða ekki skatta hér né fara að íslenskum kjarasamningum.

Að sögn Halldórs kom málið inn á borð ASÍ fyrir rúmum mánuði.

„Þá er ég að vísa til erlendra rútufyrirtækja sem eru að koma hér með bíla og starfsmenn og undirbjóða á markaði á grundvelli, væntanlega, lágra launa og skattaundanskota,“ segir hann. „Þetta varð til þess að við óskuðum eftir því að þetta yrði tekið fyrir á vettvangi velferðarráðuneytisins í tengslum við vinnu sem við höfum verið að vinna varðandi endurskoðun á lögum um útsenda starfsmenn, eins og við köllum það, sem er núna komin í frumvarpsform og búið að dreifa á þinginu.“

Eftir nokkra bið var boðað til fundarins sem haldinn var í gær en áður sendi ASÍ frá sér minnisblað um vandamálið, a.m.k. það sem vitað er.

„Þetta minnisblað fjallar í raun um tvennt,“ útskýrir Halldór. „Það fjallar annars vegar um þetta fyrirbæri en það fjallar líka um annað fyrirbæri sem við höfum verið að rekast á í ferðaþjónustunni, þ.e. erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða hópum og einstaklingum pakkaferðir til Íslands með farartækjum og leiðsögumönnum sem eru staðsett hér á landi en eru svo einhvern veginn hvergi til.“

Halldór nefnir sem dæmi fyrirtæki sem sækja farþega í Leifsstöð, fara 4-12 daga ferðir um landið og skila farþegunum síðan aftur út á flugvöll en eru þó hvergi skráð.

„Og þessi fyrirtæki eru líka að undirbjóða á markaði; á grundvelli þess að þau eru ekki að greiða skatta og skyldur og á grundvelli þess að þau eru hér með leiðsögumenn sem er fullyrt við okkur að séu á einum þriðja eða helmingi launa leiðsögumanna samkvæmt kjarasamningum.“

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar. mbl.is/Styrmir Kári

Óvíst um stöðu fyrirtækjanna gagnvart regluverkinu

Upplýsingarnar sem koma fram í minnisblaði ASÍ, sem ber yfirskriftina Brotastarfsemi í ferðaþjónustunni, ríma við það sem fram kemur í umsögnum ferðaþjónustufyrirtækjanna. Erlend fyrirtæki séu að bjóða íslenskum rútufyrirtækjum að leigja hópferðabifreiðar með ökumanni á um 500 evrur á dag. Þá er haft eftir erlendum ökumönnum að þeir séu að fá 4.000 til 5.000 krónur fyrir dagsverkið.

Ef marka má upplýsingar ASÍ er von á tugum erlendra hópferðabifreiða hingað til lands í sumar. Þá virðast mörg þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað sækja vera óskráð hérlendis og sama á við um starfsmenn á þeirra vegum.

En eru þessi fyrirtæki að brjóta lög?

„Við höldum því fram að svo sé,“ svarar Halldór. „Við höldum því fram að í báðum tilfellum séu þessi fyrirtæki, hvort sem við erum að tala um þessi erlendu rútufyrirtæki sem eru að koma hingað með rútur og starfsmenn og bjóða þessa þjónustu íslenskum ferðaþjónustuaðilum og erlendum, eða þessa erlendu ferðaþjónustaðila sem hingað eru að koma og bjóða þessar ferðir til einstaklinga í útlöndum; að þessir aðilar eigi að skrá sig hér, greiða skatta og skyldur, og þeir séu að sjálfsögðu skuldbundnir til að greiða hér laun og tryggja að önnur starfsskilyrði séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.“

Að sögn Halldórs kom hins vegar í ljós á fundinum í gær að starfsemin „flýtur á milli laga og það virðist nánast enginn vera að fylgjast með þessu.“ Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Samgöngustofu og Tollstjóraembættinu.

„Stjórnsýslustofnanir virðast ekkert hafa talað saman um þetta,“ segir Halldór um upplifun sína af fundinum. „Þær virðast hafa verið mjög lítið meðvitaðar um hvað þarna er í gangi og eru mjög óklárar á því hvort regluverkið nær yfir þetta eða ekki, og hvernig á að fylgja þessu eftir. Niðurstaðan var sú að það verður haldinn annar fundur eftir hálfan mánuð og þá ætla menn að vera búnir að undirbúa sig betur.“

Að sögn Halldórs stendur til að boða fulltrúa lögreglunnar og Ferðamálastofu á næsta fund.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin ekki borið árangur. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...