Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum

Erlendir ferðamenn við Strokk.
Erlendir ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar fjölda opinberra stofnana funduðu í gær um undirboð erlendra ferðaþjónustuaðila á íslenskum ferðaþjónustumarkaði. Það var Alþýðusamband Íslands sem átti frumkvæðið að fundinum en að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, var niðurstaðan sú að umrædd starfsemi „flýtur milli laga“ án eftirlits.

Nokkur þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa skilað inn umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022, sem m.a. kveður á um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna, kvarta undan samkeppni við erlenda aðila sem virðast koma hingað með starfsmenn og bifreiðar en greiða ekki skatta hér né fara að íslenskum kjarasamningum.

Að sögn Halldórs kom málið inn á borð ASÍ fyrir rúmum mánuði.

„Þá er ég að vísa til erlendra rútufyrirtækja sem eru að koma hér með bíla og starfsmenn og undirbjóða á markaði á grundvelli, væntanlega, lágra launa og skattaundanskota,“ segir hann. „Þetta varð til þess að við óskuðum eftir því að þetta yrði tekið fyrir á vettvangi velferðarráðuneytisins í tengslum við vinnu sem við höfum verið að vinna varðandi endurskoðun á lögum um útsenda starfsmenn, eins og við köllum það, sem er núna komin í frumvarpsform og búið að dreifa á þinginu.“

Eftir nokkra bið var boðað til fundarins sem haldinn var í gær en áður sendi ASÍ frá sér minnisblað um vandamálið, a.m.k. það sem vitað er.

„Þetta minnisblað fjallar í raun um tvennt,“ útskýrir Halldór. „Það fjallar annars vegar um þetta fyrirbæri en það fjallar líka um annað fyrirbæri sem við höfum verið að rekast á í ferðaþjónustunni, þ.e. erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða hópum og einstaklingum pakkaferðir til Íslands með farartækjum og leiðsögumönnum sem eru staðsett hér á landi en eru svo einhvern veginn hvergi til.“

Halldór nefnir sem dæmi fyrirtæki sem sækja farþega í Leifsstöð, fara 4-12 daga ferðir um landið og skila farþegunum síðan aftur út á flugvöll en eru þó hvergi skráð.

„Og þessi fyrirtæki eru líka að undirbjóða á markaði; á grundvelli þess að þau eru ekki að greiða skatta og skyldur og á grundvelli þess að þau eru hér með leiðsögumenn sem er fullyrt við okkur að séu á einum þriðja eða helmingi launa leiðsögumanna samkvæmt kjarasamningum.“

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar. mbl.is/Styrmir Kári

Óvíst um stöðu fyrirtækjanna gagnvart regluverkinu

Upplýsingarnar sem koma fram í minnisblaði ASÍ, sem ber yfirskriftina Brotastarfsemi í ferðaþjónustunni, ríma við það sem fram kemur í umsögnum ferðaþjónustufyrirtækjanna. Erlend fyrirtæki séu að bjóða íslenskum rútufyrirtækjum að leigja hópferðabifreiðar með ökumanni á um 500 evrur á dag. Þá er haft eftir erlendum ökumönnum að þeir séu að fá 4.000 til 5.000 krónur fyrir dagsverkið.

Ef marka má upplýsingar ASÍ er von á tugum erlendra hópferðabifreiða hingað til lands í sumar. Þá virðast mörg þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað sækja vera óskráð hérlendis og sama á við um starfsmenn á þeirra vegum.

En eru þessi fyrirtæki að brjóta lög?

„Við höldum því fram að svo sé,“ svarar Halldór. „Við höldum því fram að í báðum tilfellum séu þessi fyrirtæki, hvort sem við erum að tala um þessi erlendu rútufyrirtæki sem eru að koma hingað með rútur og starfsmenn og bjóða þessa þjónustu íslenskum ferðaþjónustuaðilum og erlendum, eða þessa erlendu ferðaþjónustaðila sem hingað eru að koma og bjóða þessar ferðir til einstaklinga í útlöndum; að þessir aðilar eigi að skrá sig hér, greiða skatta og skyldur, og þeir séu að sjálfsögðu skuldbundnir til að greiða hér laun og tryggja að önnur starfsskilyrði séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.“

Að sögn Halldórs kom hins vegar í ljós á fundinum í gær að starfsemin „flýtur á milli laga og það virðist nánast enginn vera að fylgjast með þessu.“ Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Samgöngustofu og Tollstjóraembættinu.

„Stjórnsýslustofnanir virðast ekkert hafa talað saman um þetta,“ segir Halldór um upplifun sína af fundinum. „Þær virðast hafa verið mjög lítið meðvitaðar um hvað þarna er í gangi og eru mjög óklárar á því hvort regluverkið nær yfir þetta eða ekki, og hvernig á að fylgja þessu eftir. Niðurstaðan var sú að það verður haldinn annar fundur eftir hálfan mánuð og þá ætla menn að vera búnir að undirbúa sig betur.“

Að sögn Halldórs stendur til að boða fulltrúa lögreglunnar og Ferðamálastofu á næsta fund.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...