Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum

Erlendir ferðamenn við Strokk.
Erlendir ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar fjölda opinberra stofnana funduðu í gær um undirboð erlendra ferðaþjónustuaðila á íslenskum ferðaþjónustumarkaði. Það var Alþýðusamband Íslands sem átti frumkvæðið að fundinum en að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, var niðurstaðan sú að umrædd starfsemi „flýtur milli laga“ án eftirlits.

Nokkur þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa skilað inn umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022, sem m.a. kveður á um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna, kvarta undan samkeppni við erlenda aðila sem virðast koma hingað með starfsmenn og bifreiðar en greiða ekki skatta hér né fara að íslenskum kjarasamningum.

Að sögn Halldórs kom málið inn á borð ASÍ fyrir rúmum mánuði.

„Þá er ég að vísa til erlendra rútufyrirtækja sem eru að koma hér með bíla og starfsmenn og undirbjóða á markaði á grundvelli, væntanlega, lágra launa og skattaundanskota,“ segir hann. „Þetta varð til þess að við óskuðum eftir því að þetta yrði tekið fyrir á vettvangi velferðarráðuneytisins í tengslum við vinnu sem við höfum verið að vinna varðandi endurskoðun á lögum um útsenda starfsmenn, eins og við köllum það, sem er núna komin í frumvarpsform og búið að dreifa á þinginu.“

Eftir nokkra bið var boðað til fundarins sem haldinn var í gær en áður sendi ASÍ frá sér minnisblað um vandamálið, a.m.k. það sem vitað er.

„Þetta minnisblað fjallar í raun um tvennt,“ útskýrir Halldór. „Það fjallar annars vegar um þetta fyrirbæri en það fjallar líka um annað fyrirbæri sem við höfum verið að rekast á í ferðaþjónustunni, þ.e. erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða hópum og einstaklingum pakkaferðir til Íslands með farartækjum og leiðsögumönnum sem eru staðsett hér á landi en eru svo einhvern veginn hvergi til.“

Halldór nefnir sem dæmi fyrirtæki sem sækja farþega í Leifsstöð, fara 4-12 daga ferðir um landið og skila farþegunum síðan aftur út á flugvöll en eru þó hvergi skráð.

„Og þessi fyrirtæki eru líka að undirbjóða á markaði; á grundvelli þess að þau eru ekki að greiða skatta og skyldur og á grundvelli þess að þau eru hér með leiðsögumenn sem er fullyrt við okkur að séu á einum þriðja eða helmingi launa leiðsögumanna samkvæmt kjarasamningum.“

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og deildarstjóri félagsmáladeildar. mbl.is/Styrmir Kári

Óvíst um stöðu fyrirtækjanna gagnvart regluverkinu

Upplýsingarnar sem koma fram í minnisblaði ASÍ, sem ber yfirskriftina Brotastarfsemi í ferðaþjónustunni, ríma við það sem fram kemur í umsögnum ferðaþjónustufyrirtækjanna. Erlend fyrirtæki séu að bjóða íslenskum rútufyrirtækjum að leigja hópferðabifreiðar með ökumanni á um 500 evrur á dag. Þá er haft eftir erlendum ökumönnum að þeir séu að fá 4.000 til 5.000 krónur fyrir dagsverkið.

Ef marka má upplýsingar ASÍ er von á tugum erlendra hópferðabifreiða hingað til lands í sumar. Þá virðast mörg þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað sækja vera óskráð hérlendis og sama á við um starfsmenn á þeirra vegum.

En eru þessi fyrirtæki að brjóta lög?

„Við höldum því fram að svo sé,“ svarar Halldór. „Við höldum því fram að í báðum tilfellum séu þessi fyrirtæki, hvort sem við erum að tala um þessi erlendu rútufyrirtæki sem eru að koma hingað með rútur og starfsmenn og bjóða þessa þjónustu íslenskum ferðaþjónustuaðilum og erlendum, eða þessa erlendu ferðaþjónustaðila sem hingað eru að koma og bjóða þessar ferðir til einstaklinga í útlöndum; að þessir aðilar eigi að skrá sig hér, greiða skatta og skyldur, og þeir séu að sjálfsögðu skuldbundnir til að greiða hér laun og tryggja að önnur starfsskilyrði séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.“

Að sögn Halldórs kom hins vegar í ljós á fundinum í gær að starfsemin „flýtur á milli laga og það virðist nánast enginn vera að fylgjast með þessu.“ Á fundinum voru m.a. fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Samgöngustofu og Tollstjóraembættinu.

„Stjórnsýslustofnanir virðast ekkert hafa talað saman um þetta,“ segir Halldór um upplifun sína af fundinum. „Þær virðast hafa verið mjög lítið meðvitaðar um hvað þarna er í gangi og eru mjög óklárar á því hvort regluverkið nær yfir þetta eða ekki, og hvernig á að fylgja þessu eftir. Niðurstaðan var sú að það verður haldinn annar fundur eftir hálfan mánuð og þá ætla menn að vera búnir að undirbúa sig betur.“

Að sögn Halldórs stendur til að boða fulltrúa lögreglunnar og Ferðamálastofu á næsta fund.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...