Settu Íslandsmet í hraðaþrautinni

Embla Dögg og Raguel Pino úr Síðuskóla ræða við fréttamann …
Embla Dögg og Raguel Pino úr Síðuskóla ræða við fréttamann RÚV. mbl.is/Árni Sæberg

Það ætlaði allt um koll að keyra í Laugardalshöllinni í gærkvöldi á úrslitakvöldi Skólahreysti. Síðuskóli á Akureyri bar sigur úr býtum og slógu liðsmenn skólans, þau Embla Dögg og Raguel Pino, nýtt Íslandsmet í hraðaþrautinni; fóru brautina á 2,03 mínútum. Í  hverju liði eru fjórir keppendur og hinir tveir liðsmenn Síðuskóla voru Guðni Jóhann Sveinsson og Eygló Ástþórsdóttir.

Lið Lindaskóla í Kópavogi varð í öðru sæti og Laugalækjarskóli í því þriðja. 

Í Skólahreysti er keppt í nokkrum greinum. Ýmis met hafa verið sett í gegnum tíðina og stendur til dæmis enn ótrúlegt met Jóhönnu Júlíu Júlíusdóttur úr Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sem tók hvorki meira né minna en 177 armbeygjur í keppninni árið 2012.

Hér má finna Skólahreysti á Facebook.

Hér að neðan gefur svo að líta fjölda skemmtilegra mynda frá gærkvöldinu.

Embla Dögg og Raguel Pino úr Síðuskóla settu Íslandsmet í …
Embla Dögg og Raguel Pino úr Síðuskóla settu Íslandsmet í hraðaþraut Skólahreystis.
Úrslitunum fagnað af innlifun.
Úrslitunum fagnað af innlifun. mbl.is/Árni Sæberg
Spennan var áþreifanleg á úrslitakvöldinu í gær.
Spennan var áþreifanleg á úrslitakvöldinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg
Stuðningsmennirnir fylltu Laugardalshöllina.
Stuðningsmennirnir fylltu Laugardalshöllina. mbl.is/Árni Sæberg
Áhorfendur létu vel í sér heyra.
Áhorfendur létu vel í sér heyra. mbl.is/Árni Sæberg
Gríðarlega góð stemning var í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.
Gríðarlega góð stemning var í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg
Liðsmenn keppnisliðs Síðuskóla fögnuðu vel þegar úrslitin voru ljós.
Liðsmenn keppnisliðs Síðuskóla fögnuðu vel þegar úrslitin voru ljós. Árni Sæberg
Allir glaðir af aflokinni keppni.
Allir glaðir af aflokinni keppni. mbl.is/Árni Sæberg
Stuðningsmenn keppnisliðanna lögðu ýmislegt á sig.
Stuðningsmenn keppnisliðanna lögðu ýmislegt á sig. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert