Slegið í gegn eftir fjögur ár inni í fjallinu

Slegið verður í gegnum Vaðlaheiði á morgun.
Slegið verður í gegnum Vaðlaheiði á morgun.

Gangamenn munu slá í gegn í Vaðlaheiðargöngum á morgun. „Þetta er jafnan einn af hápunktunum í jarðgangagerð, þegar menn mætast inni í fjallinu. Sérstaklega fyrir starfsmennina sem hafa verið inni í fjallinu í fjögur ár,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV sem er verktaki við gangagerðina ásamt svissneska verktakafyrirtækinu Marti.

Síðasta haftið verður sprengt með viðhöfn á morgun. Viðstaddir verða fulltrúar fyrirtækjanna, auk starfsmanna. Íslenskar konur, verndarar heilagrar Barböru, verndarengils gangamanna, munu koma að sprengingunni. Síðdegis verður opið hús í verkstæðishúsi Ósafls Eyjafjarðarmegin við göngin.

Þekktar stærðir og minni óvissa framundan

Sigurður viðurkennir að það sé ákveðinn léttir að komast í gegn eftir alla erfiðleikana sem komið hafa upp við verkið. Það dragi mjög úr allri óvissu. Nú taki við eftirvinnsla, svo sem gerð vegskála, lokastyrkingar og klæðningar. Það séu þekktari stærðir en jarðfræðin.

Áætlað er að ljúka verkinu í ágúst á næsta ári. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert