Vegurinn illa farinn af aurbleytu

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Vegagerðin vekur athygli á því að suðvestan- og vestanlands muni kólna hratt næstu klukkustundirnar. Fyrir vikið komi til með að snjóa nokkuð á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og einnig um miðjan dag á Vatnaleið, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Þrátt fyrir að éljað hafi á suðvesturhorni landsins eru allir vegir auðir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Mikladal og snjóþekja á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Vegurinn af Dynjandisheiðinni niður í Trostansfjörð er enn fremur mjög illa farinn af aurbleytu og því ekki fær nema fjórhjóladrifnum bílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert