143 voru um borð í flugvélinni

Mikill snjór er núna við flugvöllinn.
Mikill snjór er núna við flugvöllinn. mbl.is/Víkurfréttir

Fjöldi farþega í flugvél Primera Air sem lenti utan flugbrautar við lendingu á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan fimm í dag var 137. Þar af tvö ungbörn. Sex voru í áhöfn vélarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu vegna óhappsins.

Þar segir ennfremur að Primera Air geti staðfest að flug 6F108 frá Alicante á Spáni til Keflavíkurflugvallar hafi lent í erfiðleikum við lendingu á flugvellinum. Flugvélin hafi runnið út af flugbrautinni í slæmu veðri, það er mikilli snjókomu.

Flugvélin er af gerðinni 737-800. Ekki sé vitað á þessari stundu um að farþegar eða áhafnarmeðlimir hafi orðið fyrir meiðslum.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er byrjað að flytja farþegana úr flugvélinni og yfir í flugstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert