Áætlun um 13 myllur í Vindaborg

Samanlagt afl vindmyllanna í Vindaborg verður 45 MW.
Samanlagt afl vindmyllanna í Vindaborg verður 45 MW. mbl.is/RAX

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Biokraft ehf. að matsáætlun fyrir vindorkuver norðan Þykkvabæjar.

Samanlagt afl vindmyllnanna, sem verða alls 13, er áætlað að verði 45 MW. Ýmsar athugasemdir eru þó gerðar við tillöguna og úr ýmsu þarf að bæta í endanlegri áætlun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Góð reynsla er af virkjun vindorku í Þykkvabæ, en á vegum Biokraft voru tvær vindmyllur settar þar upp í tilraunaskyni árið 2014. Á þeirri reynslu, með öðru, verður byggt í þeim framkvæmdum sem nú eru á teikniborðinu. Mastur þeirra þrettán vindmyllna sem á að reisa verður 92,5 metrar á hæð og þvermál snúningsflatar spaða um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert