Ákærður fyrir að nauðga sofandi konu

Húsnæði embættis Héraðssaksóknara.
Húsnæði embættis Héraðssaksóknara. Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa árið 2015 farið í herbergi konu sem var sofandi og strokið læri hennar og stungið fingrum í leggöng hennar gegn vilja hennar. Í ákæru málsins er maðurinn sagður hafa notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess fer konan fram á að maðurinn greiði henni tvær milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert