Flestir vegir færir

Í öllum landshlutum eru langflestir vegir nú auðir en þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Bröttubrekku. Hálka er á Klettshálsi, snjóþekja á Mikladal og Hálfdán en krapi á Kleifaheiði. Hálkublettir eru einnig á Mjóafjarðarheiði.

Vinna er hafin við gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar. Því þarf að takamarka umferðarhraða á vinnusvæðinu við 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í stutta stund (2-3 mínútur í senn), allt að þrisvar sinnum á dag.

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða merkingar við vinnusvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert