Hjóluðu um hæðir í Hádegismóum

Alls um 70 manns tóku þátt í fyrsta móti sumarsins í fjallahjólreiðum í gær. Tekinn var Morgunblaðshringurinn, það er um nágrenni Rauðavatns í Reykjavík og Hádegismóa þar sem höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru.

Keppendur voru ræstir um kl. 18 og á áttunda tímanum fóru þeir að skila sér í hús og var þá boðið upp á hressingu.

„Keppnisbrautin er alls sjö kílómetrar og liggur um fjölbreytt og mishæðótt landslag við Rauðavatn. Aðstæður eru krefjandi; farið er um moldarflög, yfir trjárætur og undirlag sem er bæði grýtt og laust. Hér er allt sem þarf að vera á góðu fjallahjólasvæði,“ segir Bjarni Már Gylfason formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur, en það stóð að keppninni í samstarfi við Morgunblaðið.

Fjallahjólreiðar njóta mikilla vinsælda og það er margt á döfinni. Í Öskjuhlíðinni verður bikarmót í þessari grein haldið á næstunni og mörg mót verða í sumar. Þá fer flest af besta fjallahjólafólki landsins á Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í borgríkinu San Marínó eftir um mánuð héðan í frá. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert