Hugað verði að öðrum vegi til Þingvalla

Bláa línan táknar nýjan veg til Þingvalla.
Bláa línan táknar nýjan veg til Þingvalla. mbl.is

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ hefur óskað eftir því við samgönguráðherra að skoðaðir verði möguleikar á uppbyggingu nýs vegar frá höfuðborgarsvæðinu til Þingvalla.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að umferðin um Mosfellsdal sé orðin svo mikil að full þörf sé á öðrum vegi til Þingvalla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fulltrúar hverfisfélagsins Víghóls í Mosfellsdal hafa verið að leita leiða til að bæta úr því ástandi sem skapast hefur vegna mikillar umferðaraukningar um Mosfellsheiði. Telja þeir að vegurinn um Mosfellsdal anni umferðinni ekki lengur, sé sprunginn. Þar kemur til aukin umferð erlendra og innlendra ferðamanna.

Fulltrúarnir fengu verkfræðistofuna Verkís til að gera kostnaðaráætlun fyrir annan veg sem liggja myndi frá Geithálsi að Kjósarskarðsvegi, á svipuðum slóðum og gamla þjóðleiðin. Liggur leiðin að hluta til um Nesjavallaveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert