Mjallahvítur Rjómi Sultuson

Rólegur er hann, Rjómi Sultuson, er hann liggur í heyinu.
Rólegur er hann, Rjómi Sultuson, er hann liggur í heyinu. Ljósmyndir/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Óhætt er að segja að nautkálfurinn Rjómi undan henni Gautu sem er einnig alhvít að lit sé býsna fallegur, mjallahvítur að lit. Að myndunum að dæma er engu líkara en hann sé albínói. Rjómi kom í heiminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Þess má geta að móðir hans er oftast kölluð Sulta.

„Auk þeirra Sultu og Rjóma eiga heima í fjósinu í Laugardalnum kýrnar Birna og Rifa og nautkálfarnir Skjöldur, Brandur og Bolti,“ segir í tilkynningu. Hægt er að kíkja við í mjaltir sem eru kl. 16:30 alla daga en garðurinn er opinn alla daga frá 10 til 17.  

Það er stutt milli stórviðburða í garðinum því geitburði er nýlokið og senn má búast við að sauðburður hefjist fljótlega.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert