„Skyggnið var akkúrat ekki neitt“

Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Víkurfréttir

„Við enduðum alveg í 90 gráðu stefnu út af flugbrautinni,“ segir Margrét Eiríksdóttir í samtali við mbl.is en hún var einn af farþegum farþegaflugvélar flugfélagsins Primera Air sem lenti í erfiðleikum í lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag. Fór flugvélin út af flugbrautinni við enda hennar og segir Margrét að líklega hafi flugstjórinn áttað sig á því að vélin væri á leið út af brautinni og þá tekið 90 gráðu beygju. „Skyggnið var akkúrat ekki neitt.“

Margrét segir að stjórnunin um borð í flugvélinni hafi verið góð en farþegarnir þurftu að bíða í vélinni í rúman klukkutíma áður en þeir voru fluttir með rútum yfir í flugstöðina. „Það var ein íslensk flugfreyja um borð og hún stýrði þarna eiginlega bara eins og herforingi og sagði okkur að sitja kyrrum og bíða. Það var auðvitað eðlilegt að fólki hafi viljað standa upp og faðma næsta mann eða kanna hvort væri í lagi með aðra farþega í flugvélinni.“

Þetta hafi tekið talsverðan tíma. Þeim hafi verið tjáð að viðbragðsaðilar, slökkvilið og aðrir, væru á leiðinni á staðinn. „Síðan fórum við með rútum yfir í flugstöðina eftir rúman klukkutíma. Það var gefin von um að farangurinn okkar kæmi og biðum við eftir því. Þá komu þarna fulltrúar frá Rauða krossinum og buðu upp á áfallahjálp. Þeir dreifðu blaði meðal annars og á því voru ýmis góð orð sem urðu mér ákveðin huggun. En ég er enn nötrandi.“

Farþegar fara frá borði í dag.
Farþegar fara frá borði í dag. Ljósmynd/Margrét Eiríksdóttir

Margrét segir að þetta hafi verið heilmikið áfall. Sjálf hafi hún aldrei verið viðkvæm fyrir ókyrrð í lofti eða nokkru slíku. „Það var bara þessi langi tími. Flugvélin sveimaði þarna í loftinu og reyndi tvisvar að koma inn til lendingar áður en hún lenti loksins. Maður vissi bara að það var eitthvað að. Þegar þessi skellur síðan kemur þegar hún lendir loksins sem endar síðan með þessu 90 gráðu horni datt hjartað eitthvað lengra niður en það á að vera.“

Mannskapur hafi tekið á móti farþegum í flugstöðinni og afhent þeim vatn og súkkulaði. „Síðan beið fólkið eftir farangrinum. Það kom í ljós að þeir áttu ekki eins auðveld með að ná í farangurinn okkar og þeir höfðu ætlað sér. Þannig að þeim sem vildu það var boðið að fara fram og hitta ættingja og koma svo inn aftur. En þá var komið í ljós að það yrði lengri bið eftir farangri en þeir sögðu. Þannig að ég ætla bara að sækja farangurinn á morgun.“

Margrét ber viðbragðsaðilum vel söguna. Farþegar hafi verið varaðir ítrekað við að fara varlega niður tröppurnar á leið úr flugvélinni þar sem þær væru hálar. „Síðan biður þeir þarna slökkviliðsmennirnir og lá við að þeir leiddu okkur á milli flugvélarinnar og rútunnar ef vera skildi að fólk væri á hálum skóm. Því það var ansi mikill snjór. „En þetta fór allt vel þannig að þetta var góður endir á skrítinni flugferð,“ segir hún að lokum.

mbl.is

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ný tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 10þ Upplýsingar í síma ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...