„Skyggnið var akkúrat ekki neitt“

Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvél Primera Air á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Víkurfréttir

„Við enduðum alveg í 90 gráðu stefnu út af flugbrautinni,“ segir Margrét Eiríksdóttir í samtali við mbl.is en hún var einn af farþegum farþegaflugvélar flugfélagsins Primera Air sem lenti í erfiðleikum í lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag. Fór flugvélin út af flugbrautinni við enda hennar og segir Margrét að líklega hafi flugstjórinn áttað sig á því að vélin væri á leið út af brautinni og þá tekið 90 gráðu beygju. „Skyggnið var akkúrat ekki neitt.“

Margrét segir að stjórnunin um borð í flugvélinni hafi verið góð en farþegarnir þurftu að bíða í vélinni í rúman klukkutíma áður en þeir voru fluttir með rútum yfir í flugstöðina. „Það var ein íslensk flugfreyja um borð og hún stýrði þarna eiginlega bara eins og herforingi og sagði okkur að sitja kyrrum og bíða. Það var auðvitað eðlilegt að fólki hafi viljað standa upp og faðma næsta mann eða kanna hvort væri í lagi með aðra farþega í flugvélinni.“

Þetta hafi tekið talsverðan tíma. Þeim hafi verið tjáð að viðbragðsaðilar, slökkvilið og aðrir, væru á leiðinni á staðinn. „Síðan fórum við með rútum yfir í flugstöðina eftir rúman klukkutíma. Það var gefin von um að farangurinn okkar kæmi og biðum við eftir því. Þá komu þarna fulltrúar frá Rauða krossinum og buðu upp á áfallahjálp. Þeir dreifðu blaði meðal annars og á því voru ýmis góð orð sem urðu mér ákveðin huggun. En ég er enn nötrandi.“

Farþegar fara frá borði í dag.
Farþegar fara frá borði í dag. Ljósmynd/Margrét Eiríksdóttir

Margrét segir að þetta hafi verið heilmikið áfall. Sjálf hafi hún aldrei verið viðkvæm fyrir ókyrrð í lofti eða nokkru slíku. „Það var bara þessi langi tími. Flugvélin sveimaði þarna í loftinu og reyndi tvisvar að koma inn til lendingar áður en hún lenti loksins. Maður vissi bara að það var eitthvað að. Þegar þessi skellur síðan kemur þegar hún lendir loksins sem endar síðan með þessu 90 gráðu horni datt hjartað eitthvað lengra niður en það á að vera.“

Mannskapur hafi tekið á móti farþegum í flugstöðinni og afhent þeim vatn og súkkulaði. „Síðan beið fólkið eftir farangrinum. Það kom í ljós að þeir áttu ekki eins auðveld með að ná í farangurinn okkar og þeir höfðu ætlað sér. Þannig að þeim sem vildu það var boðið að fara fram og hitta ættingja og koma svo inn aftur. En þá var komið í ljós að það yrði lengri bið eftir farangri en þeir sögðu. Þannig að ég ætla bara að sækja farangurinn á morgun.“

Margrét ber viðbragðsaðilum vel söguna. Farþegar hafi verið varaðir ítrekað við að fara varlega niður tröppurnar á leið úr flugvélinni þar sem þær væru hálar. „Síðan biður þeir þarna slökkviliðsmennirnir og lá við að þeir leiddu okkur á milli flugvélarinnar og rútunnar ef vera skildi að fólk væri á hálum skóm. Því það var ansi mikill snjór. „En þetta fór allt vel þannig að þetta var góður endir á skrítinni flugferð,“ segir hún að lokum.

mbl.is

Innlent »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...