Vetrarfærð víða á vegum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Krapi og snjókoma er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, á Suðunesjum og á Kjalarnesi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Í öðrum landshlutum eru vegir að mestu auðir.

Hálka er á Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum en hálkublettir á Dynjandisheiði. Hálkublettir eru einnig á Mjóafjarðarheiði.

Vakin er athygli á því að hægfara kuldaskil séu yfir suðvestanverðu landinu. Þeim fylgi krapi og sums staðar hálka, svo sem á Hellisheiði, og kólnandi veðurfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert