Vill meiri samvinnu spítala og ráðuneytis

Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar Alþingis.
Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar Alþingis. mbl.is/Golli

„Við höfum fengið betri og skýrari svör. Þetta er mjög umfangsmikið og við erum að rýna í og reyna að greina þetta betur því við þurfum að fá ákveðna heildarmynd,“ segir Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin þarf að skila umsögn um fjármálaáætlun 2018-2022 fyrir 5. maí næstkomandi. 

Á opinn fund nefndarinnar í morgun komu framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans og staðgengill forstjóra til að ræða fjár­mála­áætl­un 2018-2022. Þar kom fram að Landspítalinn telur vant­a 10 millj­arða í rekst­ur­inn samkvæmt fjármálaáætluninni eins og greint hefur verið frá í vikunni. Ágreiningur er milli Landspítalans og stjórnvalda um útreikning á samanburði á fjárhæðum til heilbrigðismála milli Norðurlandanna.   

Frá fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Nichole Leigh Mosty, formaður …
Frá fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Nichole Leigh Mosty, formaður nefndarinnar sést hér til hægri. Til vinstri er Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strax á eftir fulltrúum Landspítalans komu fulltrúar heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins til að ræða fjármálaáætlunina frekar við velferðarnefndina. Nichole benti á að útreikningar Landspítalans væru ítarlegri en það sem kom fram á fundi með ráðuneytinu. „Ég hvet heilbrigðisráðuneytið og Landspítalann til að vinna betur saman. Þarf að vera meira samtal á milli þeirra,“ segir Nichole.

Hún segir mörg púsl vera að raðast saman og ýmsum spurningum enn ósvarað sem nefndin þarf að vinna frekar úr áður en hún skilar umsögn. Mikilvægast er að ná að horfa á allt heilbrigðiskerfið heildstætt því það er fjölþætt kerfi. Hún segist ekki tilbúin að nefna nein atriði sem nefndin hefur orðið sátt um að hún muni setja í umsögn. 

María Heimisdóttir og Ólafur Baldursson fóru yfir málefni Landspítalans á …
María Heimisdóttir og Ólafur Baldursson fóru yfir málefni Landspítalans á fundi nefndarinnar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert