Bilun í textavél líklega ástæðan

mbl.is/Sigurður Bogi

Talið er að bilun í textavél hafi valdið því að kvöldfréttir Ríkisútvarpsins hófust ekki á réttum tíma í kvöld heldur tuttugu mínútum síðar. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að tæknimenn hafi í kvöld kannað hvað kunni að hafa farið úrskeiðis.

Frétt mbl.is: Útsending Ríkisútvarpsins komin í lag

„Bráðabirgðaniðurstaða þeirrar athugunar er að bilun í textavél um klukkan hálfsjö hafi valdið því að tölvukerfin sem stýra útsendingunni duttu út eitt af öðru og töluverðan tíma tók að endurræsa þau,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert