Byggja íbúðir fyrir um 8-10 milljarða

Hér má sjá drög að nýrri göngugötu milli Laugavegar og …
Hér má sjá drög að nýrri göngugötu milli Laugavegar og Hverfisgötu sem hefur vinnuheitið Listastígur. Hún er á Laugavegsreit. Teikning/Batteríið arkitektar

Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur hafið uppbyggingu um 160 íbúða á svonefndum Baróns- og Laugavegsreitum í Reykjavík.

Miðað við söluverð nýrra íbúða á svæðinu má ætla að markaðsverðið verði milli 8 og 10 milljarðar króna. Verklok eru áætluð vorið 2019.

Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 hefur verið hluti af Barónsreitnum. Sturla Geirsson, verkefnisstjóri uppbyggingar á þessum reitum, segir Rauðsvík munu selja frá sér hótelturninn. Nokkrar erlendar hótelkeðjur hafi þegar sýnt því áhuga að hefja þar starfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert