Deilt um fjölgun

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu.
Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru ekki á einu máli um hvort fjölga eigi borgarfulltrúum úr 15 í 23 að loknum sveitastjórnarkosningum 2018.

Borgarfulltrúum mun fjölga samkvæmt núgildandi lögum en Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að borgarstjórn fái að ákveða hvort fjölga þurfi fulltrúum eða ekki.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur talað gegn fjölgun borgarfulltrúa síðan breytingin var ákveðin 2011. Hann segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera samstiga í málinu. Kjartan segir það vera einsdæmi á Íslandi að vera með 15 manns í borgarstjórn í fullri vinnu og bendir á bæjarstjórnir nærliggjandi sveitarfélaga sem og borgarstjórnir annars staðar á Norðurlöndunum en þar er ekki um fullt starf að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert