Kajakræðararnir heilir á húfi

Tveimur kajakræðurum sem leitað var að í kvöld við mynni Þjórsár hefur verið bjargað heilum á húfi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Auk tveggja þyrla Gæslunnar tóku 45 björgunarsveitarmenn af Suðurlandi, úr Vestmannaeyjum og frá Reykjavík þátt í leitinni.

Frétt mbl.is: Víðtæk leit að kajakræðurum

Tilkynning barst vegna málsins frá ættingjum mannanna tveggja og tók nokkurn tíma að finna þá. Þyrlur Gæslunnar sveimuðu yfir minni Þjórsár og einnig var notast við dróna við leitina. Loks fundust mennirnir og voru þeir teknir um borð í þyrlurnar.

Þyrlurnar lentu við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 23:00 með kajakræðarana. Þetta staðfestir Gæslan en ekki er vitað um ástand mannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert