„Óþolandi óvissa“ um orlofsuppbót eldri borgara og öryrkja

Venjan er að ráðherra gefi út reglugerð um áramót um …
Venjan er að ráðherra gefi út reglugerð um áramót um orlofs- og desemberuppbót á komandi ári. mbl.is/Heiðar

ASÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri óvissu sem uppi er um orlofsuppbót almannatrygginga til lífeyrisþega.

Venjan er að ráðherra gefi út reglugerð um áramót um orlofs- og desemberuppbót á komandi ári, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ í morgun.

Reglugerðin fyrir árið 2017 hefur enn ekki verið undirrituð. „Þessi óvissa fyrir eldri borgara og öryrkja er algjörlega óþolandi og ráðherra verður að kippa þessu í liðinn strax,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert