Sinubruni við Akureyri

Slökkviliðsmenn að störfum í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Slökkviliðið á Akureyri vinnur að því að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði við Borgarbraut norðan við Glerárhverfi á Akureyri. Margir slökkviliðsmenn eru á staðnum og reyna að berja eldinn niður með þar til gerðum áhöldum.

Töluverðan reyk leggur frá svæðinu, að sögn fréttaritara mbl.is.

Eldurinn er nokkuð fjarri byggð.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært 15.31:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri hafa slökkviðliðsmenn náð tökum á eldinum og vinna nú að því að slökkva allar glæður. Allt slökkviliðið var kallað út og aðstoð fengin frá Isavía til að leggja slöngulagnir og drepa eldinn með vatni. 

mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert