Tvær hafnir ekki sjálfbærar

Í Sandgerðishöfn áður fyrri.
Í Sandgerðishöfn áður fyrri. mbl.is/Reynir Sveinsson

Ljóst er af athugun Hafnasambands Íslands að tvær skuldugar hafnir verða ekki sjálfbærar í rekstri nema með utanaðkomandi aðgerðum. Það eru Reykjaneshafnir og Sandgerðishöfn.

Hafnasambandið gerir á hverju ári fjárhagsúttekt byggða á ársreikningum hafnanna, sú síðasta grundvallast á stöðunni í lok árs 2015. Illa staddar hafnir óskuðu eftir frekari athugun og möguleikum á úrbótum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands, segir að fjórtán höfnum hafi verið sent erindi og óskað eftir viðbrögðum þeirra við stöðu mála en hafnarsjóðir eru alls 35. Af þessum fjórtán svöruðu níu og gerðu grein fyrir sínum málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert