Útsending Ríkisútvarpsins komin í lag

Kvöldfréttatími Ríkisútvarpsins sem hefjast átti klukkan 19:00 hefur ekki hafist enn en fram kemur á fréttavef þess að ástæðan sé tæknibilun.

„Útsending Ríkissjónvarpsins liggur niðri þessa stundina vegna tæknibilunar. Verið er að vinna að lausn á málinu og fréttir hefjast að því búnu. Beðist er velvirðingar á þessu,“ segir á vefnum.

Uppfært 19:29: Útsending Ríkisútvarpsins er nú komin í lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert