Vill viðræður um lögreglustöðina

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm. mbl.is/Golli

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn var kynnt bréf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra til dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra varðandi mögulegan flutning lögreglustöðvarinnar af Hverfisgötu.

Í bréfinu, sem er dagsett 12. apríl, segir borgarstjóri að unnar hafi verið deiliskipulagshugmyndir um uppbyggingu á baksvæði lögreglustöðvarinnar og þar megi sjá fyrir sér ýmsa möguleika í húsnæðismálum lögreglunnar og /eða annarri starfsemi á vegum ríkisins, t.d fyrir Landsrétt, sem tekur til starfa um næstu áramót í bráðabirgðahúsnæði við Vesturvör í Kópavogi.

„Hver svo sem niðurstaðan verður í þeim efnum þá mun Reykjavíkurborg afmarka nýja byggingu með nýrri lóð og er óskað eftir samstarfi við ríkið um slíka afmörkun í deiliskipulagi,“ segir borgarstjóri í bréfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert