Spáð hlýnandi veðri á næstunni

Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Fróðárheiði, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Mjóafjarðarheiði.

Veðurhorfur næsta sólarhrings gera ráð fyrir suðaustanátt, 5-13 metrum á sekúndu með rigningu, einkum við suðurströndina, en þurrt að mestu norðan heiða.

Veður fer hlýnandi. Austlæg átt verður á landinu á morgun, 8-15 m/s en 10-18 sunnan til. Vætusamt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en áfram þurrt norðaustan til.

Hiti verður á bilinu 5-15 stig að deginum, hlýjast á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert